Lífið

Birgitta Jónsdóttir selur ævintýraíbúðina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Birgitta kveðst hafa lagt mikið í íbúðina sem hún segist elska út af lífinu.
Birgitta kveðst hafa lagt mikið í íbúðina sem hún segist elska út af lífinu.

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur sett íbúð sína í Sigtúninu á sölu.

Frá þessu greinir Birgitta á Facebook og kveðst hafa tekið ákvörðun um að selja „ævintýraíbúðina mína sem ég hef lagt svo óendanlega mikla vinnu í og elska út af lífinu.“

Þá segist Birgitta alltaf hafa verið „frekar dul með heimahaga og allt það“ en nú sé íbúðin komin inn á sölusíður veraldarvefsins og því „loksins hægt að gera smá innlit til einverupúkans,“ eins og hún orðar það.

Í Facebook-færslu Birgittu hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af íbúðinni en nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.

Kæru vinir og vandamenn, ég hef tekið ákvörðun um að selja ævintýraíbúðina mína sem ég hef lagt svo óendanlega mikla...

Posted by Birgitta Jónsdóttir on Tuesday, September 15, 2020


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.