„Ég varaði hann við því að þetta myndi gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 14:30 Novak Djokovic er mikill skaphundur inn á tennisvellinum. EPA-EFE/KERIM OKTEN Þýska tennisgoðsögnin Boris Becker segist hafa reynt að vara Novak Djokovic við þegar hann þjálfaði hann á sínum tíma. Becker fór yfir brottrekstur Djokovic í nýjum pistli. Novak Djokovic bætir ekki við risatitli í safnið á Opna bandaríska mótinu í ár en það var ekki út af því að hann tapaði inn á tennisvellinum. Djokovic var dæmdur úr leik. Djokovic gerðist sekur um að slá tennisbolta í dómara í svekkelsi í leik sínum á móti Pablo Carreño Busta. Boltinn fór í háls línudómarans Lauru Clark. Boris Becker þekkir serbneska tenniskappann Novak Djokovic betur en flestir eftir að hafa þjálfað hann frá 2013 til 2014. Hann gerði á þeim tíma athugasemd við þá slæmu hegðun Serbans að vera að slá boltann í pirringskasti. BORIS BECKER: I feared this was going to happen to Novak Djokovic, I warned him about it... and it DOES bother him that he's not as popular as Nadal or Federer https://t.co/xKRl6r4UH8— MailOnline Sport (@MailSport) September 8, 2020 „Ég óttaðist það að svona myndi gerast hjá Novak,“ skrifaði Boris Becker í pistli sínum hjá Daily Mail. „Ef þú myndir spyrja David Beckham um hvað væri það versta sem gerðist fyrir hann á ferlinum þá væri svarið eflaust rauða spjaldið á móti Argentínu á HM 1998. Ef Novak Djokovic myndi svara þessari spurningu eftir tíu ár það væri það örugglega brottrekstur hans af Opna bandaríska 2020,“ skrifaði Becker. „Ég held að niðurstaðan hafi samt verið rétt. Hann var ekki að reyna að meiða neinn en hann missti stjórn á sér og verður því að taka pokann sinn,“ skrifaði Becker. „Ég varaði hann við því að þetta myndi gerast þegar ég var að þjálfa hann. Ég varaði hann við því að vera alltaf að henda hlutum eða að slá boltann í burtu,“ skrifaði Becker. Dear #NoleFam thank you for your positive messages.. Please also remember the linesperson that was hit by the ball last night needs our community s support too. She s done nothing wrong at all. I ask you to stay especially supportive and caring to her during this time. (1/2)— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 7, 2020 „Djokovic er að spila á sama tíma og tennisgoðin Rafael Nadal og Roger Federer. Um leið er einn hans besti kostur hans mesti ókostur. Hann er tilfinningaríkur leikmaður með hugarfar götustráksins og það er sú skapgerð sem hefur hjálpað honum að vinna sautján risatitla,“ skrifaði Becker. „Ég hélt að það angri hann mest að hann er ekki eins vinsæll og þeir Rafa Nadal og Roger Federer,“ skrifaði Becker. „Ég kann mjög vel við hann. Hann er eins hógvær náungi og þú finnur í súperstjörnu og er alltaf að hugsa um fólk sem stendur verra en hann. Hann er mjög gáfaður og mjög trúr fjölskyldu sinni og vinum. Ef þú ert í þeim hópi þá gætir þú hringt klukkan þrjú um nótt og hann kæmi til að hjálpa,“ skrifaði Boris Becker meðal annars en það má sjá allan pistilinn hans hér. Novak Djokovic is 'in pain' after US Open incident, says former coach https://t.co/uFZ26gt1zz pic.twitter.com/bQbCfXrIHr— CNN (@CNN) September 8, 2020 Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Þýska tennisgoðsögnin Boris Becker segist hafa reynt að vara Novak Djokovic við þegar hann þjálfaði hann á sínum tíma. Becker fór yfir brottrekstur Djokovic í nýjum pistli. Novak Djokovic bætir ekki við risatitli í safnið á Opna bandaríska mótinu í ár en það var ekki út af því að hann tapaði inn á tennisvellinum. Djokovic var dæmdur úr leik. Djokovic gerðist sekur um að slá tennisbolta í dómara í svekkelsi í leik sínum á móti Pablo Carreño Busta. Boltinn fór í háls línudómarans Lauru Clark. Boris Becker þekkir serbneska tenniskappann Novak Djokovic betur en flestir eftir að hafa þjálfað hann frá 2013 til 2014. Hann gerði á þeim tíma athugasemd við þá slæmu hegðun Serbans að vera að slá boltann í pirringskasti. BORIS BECKER: I feared this was going to happen to Novak Djokovic, I warned him about it... and it DOES bother him that he's not as popular as Nadal or Federer https://t.co/xKRl6r4UH8— MailOnline Sport (@MailSport) September 8, 2020 „Ég óttaðist það að svona myndi gerast hjá Novak,“ skrifaði Boris Becker í pistli sínum hjá Daily Mail. „Ef þú myndir spyrja David Beckham um hvað væri það versta sem gerðist fyrir hann á ferlinum þá væri svarið eflaust rauða spjaldið á móti Argentínu á HM 1998. Ef Novak Djokovic myndi svara þessari spurningu eftir tíu ár það væri það örugglega brottrekstur hans af Opna bandaríska 2020,“ skrifaði Becker. „Ég held að niðurstaðan hafi samt verið rétt. Hann var ekki að reyna að meiða neinn en hann missti stjórn á sér og verður því að taka pokann sinn,“ skrifaði Becker. „Ég varaði hann við því að þetta myndi gerast þegar ég var að þjálfa hann. Ég varaði hann við því að vera alltaf að henda hlutum eða að slá boltann í burtu,“ skrifaði Becker. Dear #NoleFam thank you for your positive messages.. Please also remember the linesperson that was hit by the ball last night needs our community s support too. She s done nothing wrong at all. I ask you to stay especially supportive and caring to her during this time. (1/2)— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 7, 2020 „Djokovic er að spila á sama tíma og tennisgoðin Rafael Nadal og Roger Federer. Um leið er einn hans besti kostur hans mesti ókostur. Hann er tilfinningaríkur leikmaður með hugarfar götustráksins og það er sú skapgerð sem hefur hjálpað honum að vinna sautján risatitla,“ skrifaði Becker. „Ég hélt að það angri hann mest að hann er ekki eins vinsæll og þeir Rafa Nadal og Roger Federer,“ skrifaði Becker. „Ég kann mjög vel við hann. Hann er eins hógvær náungi og þú finnur í súperstjörnu og er alltaf að hugsa um fólk sem stendur verra en hann. Hann er mjög gáfaður og mjög trúr fjölskyldu sinni og vinum. Ef þú ert í þeim hópi þá gætir þú hringt klukkan þrjú um nótt og hann kæmi til að hjálpa,“ skrifaði Boris Becker meðal annars en það má sjá allan pistilinn hans hér. Novak Djokovic is 'in pain' after US Open incident, says former coach https://t.co/uFZ26gt1zz pic.twitter.com/bQbCfXrIHr— CNN (@CNN) September 8, 2020
Tennis Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira