Lífið

Magnþrungið dansatriði til stuðnings Black Lives Matter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dansatriðið sem margir eru að tala um.
Dansatriðið sem margir eru að tala um.

Danshópurinn Diversity kom fram með magnþrungið dansatriði í skemmtiþáttunum Britain´s Got Talent á dögunum.

Atriðið var helgað réttindabaráttu svartra og hreyfingunni Black Lives Matter. Réttindabarátta svartra hefur verið gríðarlega fyrirferðamikil undanfarna mánuði og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. 

Þar hefur lögreglan ítrekað banað fólki þegar í raun enginn ástæða er til.

Atriðið hefur vakið mikla athygli um heim allan og fangað það stöðuna í heiminum í dag vel eins og sjá má hér að neðan.

Britain´s Got Talent er á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.