Sport

Besta sund­fólk landsins syndir þrátt fyrir yfir­vofandi sam­komu­bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mótið fer fram í Ásvallalaug.
Mótið fer fram í Ásvallalaug. vísir/anton
Um helgina fer fram sundmót í Ásvallalaug í Hafnarfirði er Sundfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir sínu árlega SH-mótinu.

Þetta er síðasti möguleiki fyrir sundmenn til að ná lágmörkum fyrir Íslandsmeistaramót og gæti það, á þessum óvissutímum, verið síðasti möguleiki fyrir sundmnn til að ná lágmörkum fyrir Evrópumeistaramót.

„Eftir mikla yfirlegu var ákveðið að fella mótið ekki niður heldur ganga lengra í því að gæta meira öryggis en gert hefur verið á íþróttamóti hér á landi til þessa,“ segir í tilkynningu frá SH.

„Andinn er góður og sundmenn ákveðnir í að láta ekki veiruna skemma fyrir sér heldur njóta þess að uppskera eftir æfingar vetrarins.“

HSÍ, KKÍ og KSÍ hafa öll fellt niður keppnir á sínum vegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×