Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 07:32 Andrea Jacobsen vonast til að verða orðin klár í slaginn fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. vísir/sigurjón Einn mesti reynslubolti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Andrea Jacobsen, er í kapphlaupi við tímann þegar nú dregur nær næsta stórmóti. Áfall fyrir mót setur þátttöku hennar í uppnám en Andrea heldur þó í bjartsýnina. Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“ HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira