Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 15:47 Patrick Beverley lék í NBA-deildinni í tólf ár og var þekktur fyrir góðan varnarleik. Getty/Stacy Revere Patrick Beverley, fyrrverandi bakvörður í NBA-deildinni í körfubolta, var handtekinn á föstudag í Texas, grunaður um alvarlega líkamsárás. Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig NBA Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Beverley lék í tólf ár í NBA-deildinni, frá 2012 til 2024. Beverley var handtekinn í Rosharon í Texas, að sögn lögreglustjórans í Fort Bend-sýslu. Samkvæmt dómskjölum er hann sakaður um að hafa ráðist á fjölskyldumeðlim með þeim hætti að það hindraði öndun eða blóðrás, að því er USA Today greinir frá. Beverley var færður í fangelsið í Fort Bend-sýslu en var síðar sleppt gegn fjörutíu þúsund Bandaríkjadala tryggingu. View this post on Instagram A post shared by TMZ (@tmz_tv) Hinn reyndi NBA-leikmaður sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði: „Vinsamlegast ekki trúa öllu sem þið sjáið á netinu,“ skrifaði hann í færslu á X. Lögmaður Beverleys, Letitia Quinones-Hollins, sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna handtökunnar og sagði atvikið hafa átt sér stað eftir að hann kom „óvænt“ að yngri systur sinni, sem er undir lögaldri, einni heima með átján ára gömlum manni „um miðja nótt.“ „Patrick Beverley á sér engan sakaferil,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á X-reikningi Beverleys. „Honum þykir afar vænt um litlu systur sína – unga dömu, undir lögaldri. Í ljósi þess, þegar hann kom óvænt að henni einni heima með 18 ára gömlum manni um miðja nótt, hafði hann skiljanlega áhyggjur, eins og hver bróðir myndi hafa af systur sinni. Hins vegar teljum við ekki að það sem á eftir fylgdi hafi gerst með þeim hætti sem lýst hefur verið og við hlökkum til að fá tækifæri til að taka á því fyrir dómi.“ TMZ hefur heimildir um það sem Beverley gerði í þessu reiðikasti. Beverley á þá að hafa öskrað á systur sína áður en hann greip um háls hennar með báðum höndum og lyfti henni upp af gólfinu. Systir hans segir að takið á hálsi hennar hafi valdið henni sársauka og henni hafi liðið eins og hún væri að missa súrefni og gæti ekki andað … sem stóð yfir í 20 til 30 sekúndur. Systirin sagði að Beverley hefði farið með hana út úr svefnherberginu með taki á hálsinum og skellt líkama hennar utan í veggi í opnu rými hússins. Hún segir að Beverley hafi þá lagt hana í sófann, staðið yfir henni og kýlt hana ‚u.þ.b. einu sinni í vinstra augað með krepptum hnefa.‘ Systirin bætti við að Beverley hafi sagt að „hann yrði sá ættingi sem myndi drepa hana.““ Beverley lék í 12 tímabil í NBA-deildinni frá 2012 til 2024 með Houston Rockets, Los Angeles Clippers, Minnesota Timberwolves, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks. Hann var einu sinni valinn í fyrsta varnarlið deildarinnar og tvisvar í annað varnarlið deildarinnar á ferli sínum. Beverley lauk NBA-ferli sínum með 8,3 stig, 4,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 1,1 stolinn bolta að meðaltali á 26,6 mínútum í 666 leikjum, þar af 518 í byrjunarliði. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig
NBA Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira