Sport

Sterkasti, fatlaði íþróttamaður heims látinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rahman verður sárt saknað.
Rahman verður sárt saknað. vísir/getty

Íraninn sterki, Siamand Rahman, er látinn aðeins 31 árs að aldri. Hann fékk að öllum líkindum hjartaáfall.

Þessi hrausti maður fékk gull á Ólympíumóti fatlaðra í London árið 2012 og svo aftur í Ríó fjórum árum seinna.

Í Ríó varð hann fyrstur í sögunni til þess að lyfta meira en 300 kílóum á Ólympíumóti fatlaðra. Bekkpressumetið hans, sem er 310 kíló, stendur enn.

„Siamand var frumherji og innblástur margra um allan heim. Hann var frábær fulltrúi fatlaðra íþróttamanna og þess utan yndislegur maður. Einn vinalegasti maður sem ég hef hitt,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðasambands fatlaðra íþróttamanna.

Rahman setti alls níu heimsmet á sínum ferli og varð þrisvar sinnum heimsmeistari. Hann ætlaði sér stóra hluti á Ólympíumótinu í Japan á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.