Fury íhugar að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann við Joshua Ísak Hallmundarson skrifar 5. mars 2020 14:45 Hinn breski Tyson Fury hefur aldrei verið sigraður í hringnum vísir/getty Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé. Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, segist alvarlega íhuga að setjast í helgan stein eftir bardaga sinn við Anthony Joshua, sem er fjórfaldur heimsmeistari. Ekki er enn staðfest hvenær bardagi Fury og Joshua mun fara fram en Fury mun mæta Deontay Wilder í þriðja sinn í sumar eftir að hafa pakkað honum saman í nýlegum titilbardaga. Sá bardagi fer fram þann 18. júlí í Las Vegas. Kona Tysons, Paris Fury, hafði kallað eftir því að hann myndi draga sig í hlé. ,,Ég á tvo bardaga eftir, síðan mun ég virkilega íhuga framhaldið,“ sagði Tyson. ,,Hversu lengi á þetta að halda áfram? Ég er ósigraður í 31 atvinnumannabardaga og þetta er 12 árið mitt í atvinnumennsku. Ég hef haldið heimsmeistaratitlum hjá öllum samböndum. Þegar ég sigraði Klitschko var ég með öll beltin, Anthony Joshua er bara með leifarnar frá mér,“ sagði Fury kokhraustur. ,,Ég tapaði aldrei þessum titlum, ég þurfti að taka mér tíma til að vinna í geðheilsu minni, þannig þetta eru mínir titlar. Hvernig getur einhver annar verið meistari þegar ég er ósigraður?“ Bretinn tjáði sig síðan um hvað hann sæi fyrir sér að gera eftir að ferlinum lýkur. ,,Ég er að vinna í því að opna hnefaleikastað í hverfinu mínu. Ég fékk tækifæri til að labba inn á svoleiðis stað í æsku sem kom mér á þann stað sem ég er á í dag. Ég vil að aðrir krakkar fái það tækifæri og hafa jákvæð áhrif, hvetja krakka til að fylgja draumum sínum eins og ég gerði.“ Það er því líklegt miðað við þessi orð að Fury muni taka sér eitthvað hlé frá hnefaleikum eftir næstu tvo bardaga, en það þýðir þó ekki endilega að hann muni aldrei berjast aftur, en í þessari íþrótt er algengt að menn snúi aftur í hringinn eftir hlé.
Box Tengdar fréttir „Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30 Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00 Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
„Yrði stærsti íþróttaviðburður á Bretlandi frá úrslitaleik HM 1966“ Flest hnefaleikaáhugafólk vonast til að sjá Englendinganna Tyson Fury og Anthony Joshua mætast í hringnum. 24. febrúar 2020 12:30
Fury og Wilder mætast aftur í sumar Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar. 2. mars 2020 15:00
Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester. 25. febrúar 2020 20:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti