Berlusconi yngir verulega upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 14:55 Marta Fascina, Silvio Berlusconi og Francesca Pascale. Samsett/getty/Facebook Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til tólf ára, Francescu Pascale. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Berlusconi sé þegar kominn með nýja kærustu, þingkonuna Mörtu Fascina. Forza Italia, flokkur Berlusconi, tilkynnti um sambandsslit hans og Pascale í yfirlýsingu. Rétt tæplega fimmtíu ára aldursmunur er á fyrrverandi parinu en Berlusconi er 83 ára og Pascale 34 ára. Sambandsslitin virðast hafa reynst þeirri síðarnefndu þungbær en hún segir í samtali við ítalska dagblaðið Repubblica að hún sé agndofa yfir tilkynningu flokksins. „Mér mun þykja vænt um hann að eilífu. Ég óska honum allra hamingjunnar í heiminum og vona að hann finni einhvern sem hugsi um hann líkt og ég hef gert,“ segir Pascale. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Berlusconi sé þegar tekinn saman við aðra konu. Sú heitir Marta Fascina og er þingkona Forza Italia. Hún er þrítug og þar með 53 árum yngri en Berlusconi. Orðrómur um samband þeirra fór á flug eftir að til þeirra sást á göngu með hund Pascale, Dudu. „Mér finnst fyndið að sjá þingkonu úti að ganga með hundinn minn. En mér finnst það í lagi,“ sagði Pascale um málið. Berlusconi er tvífráskilinn og á fimm börn. Seinni eiginkona hans, Veronica Lario, kveðst hafa farið frá honum vegna ítrekaðs samneytis hans við ungar stúlkur. Berlusconi var árið 2013 dæmdur fyrir vændiskaup af stúlkum undir lögaldri en dómnum var síðar snúið við. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir skattsvik. Hann situr nú á Evrópuþinginu fyrir Ítalíu. Ítalía Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35 Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til tólf ára, Francescu Pascale. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Berlusconi sé þegar kominn með nýja kærustu, þingkonuna Mörtu Fascina. Forza Italia, flokkur Berlusconi, tilkynnti um sambandsslit hans og Pascale í yfirlýsingu. Rétt tæplega fimmtíu ára aldursmunur er á fyrrverandi parinu en Berlusconi er 83 ára og Pascale 34 ára. Sambandsslitin virðast hafa reynst þeirri síðarnefndu þungbær en hún segir í samtali við ítalska dagblaðið Repubblica að hún sé agndofa yfir tilkynningu flokksins. „Mér mun þykja vænt um hann að eilífu. Ég óska honum allra hamingjunnar í heiminum og vona að hann finni einhvern sem hugsi um hann líkt og ég hef gert,“ segir Pascale. Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Berlusconi sé þegar tekinn saman við aðra konu. Sú heitir Marta Fascina og er þingkona Forza Italia. Hún er þrítug og þar með 53 árum yngri en Berlusconi. Orðrómur um samband þeirra fór á flug eftir að til þeirra sást á göngu með hund Pascale, Dudu. „Mér finnst fyndið að sjá þingkonu úti að ganga með hundinn minn. En mér finnst það í lagi,“ sagði Pascale um málið. Berlusconi er tvífráskilinn og á fimm börn. Seinni eiginkona hans, Veronica Lario, kveðst hafa farið frá honum vegna ítrekaðs samneytis hans við ungar stúlkur. Berlusconi var árið 2013 dæmdur fyrir vændiskaup af stúlkum undir lögaldri en dómnum var síðar snúið við. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir skattsvik. Hann situr nú á Evrópuþinginu fyrir Ítalíu.
Ítalía Tengdar fréttir Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15 Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35 Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35 Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Berbrjósta mótmælandi truflaði Berlusconi á kjörstað Mótmælandi náði óvænt að smygla sér inn á kjörstað í dag þegar Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu greiddi atkvæði í þingkosningum þar í landi. 4. mars 2018 21:15
Berlusconi gegn ítalska ríkinu í Strassborg Fyrrverandi forsætisráðherrann segir bann, sem meinar honum að gegna opinberu starfi, vera ólögmætt. Hann ætlar að sækja ítalska ríkið til saka fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 23. nóvember 2017 10:35
Berlusconi vill vísa 600.000 innflytjendum úr landi Fyrrverandi forsætisráðherrann talar um tifandi félagslega sprengju eftir skotárás hægriöfgamanns á fólk af afrískum uppruna um helgina. 5. febrúar 2018 11:35
Ekkert húðflúr og ekkert skegg í nýjasta liði Berlusconi Silvio Berlusconi, hinn skrautlegi fyrrum eigandi AC Milan, er búinn að kaupa C-deildarliðið Monza og hann er búinn að setja skýrar reglur. 7. október 2018 08:00