Sveinbjörn Jun Iura átti að keppa í undankeppni fyrir Ólympíuleikanna í Tókýó um helgina í Morokkó en mótinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í viðtali við kappann á klefinn.is
Sveinbjörn keppir í júdó og hafði stefnt á þátttöku á Ólympíuleikunum í sumar. ,,Ég var í raun að fara í flug til Morokkó og fæ þau skilaboð að mótinu hafi verið aflýst. Þetta skapar mikið vandamál fyrir mig sem er að eltast við að ná sæti inn á Ólympíuleika því hvert mót telur,“ sagði Sveinbjörn.
Hægt er að lesa viðtalið við Sveinbjörn nánar á klefinn.is.
Mikil óvissa hefur ríkt í kringum stórmót eins og EM og Ólympíuleikanna í sumar vegna kórónuveirunnar. Rætt hefur verið um að fresta þurfi þessum viðburðum. Það er ljóst að útbreiðsla veirunnar er farin að hafa mikil áhrif á íþróttalíf um allan heim, hér á landi sem erlendis.