Man. United í ágætri stöðu eftir jafntefli í Belgíu

Sindri Sverrisson skrifar
Anthony Martial og Eder Balanta í baráttunni í kvöld.
Anthony Martial og Eder Balanta í baráttunni í kvöld. vísir/getty

Manchester United og Club Brugge gerðu 1-1 jafntefli í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld, þegar þau mættust í Belgíu í fyrri leik sínum.

Dennis kom heimamönnum yfir eftir korters leik með skrautlegu marki. Markvörðurinn Simon Mignolet sendi boltann fram á Dennis sem var sloppinn í gegnum vörn United og gat lyft boltanum auðveldlega yfir Sergio Romero sem var kominn langt frá marki sínu.

Anthony Martial jafnaði metin á 36. mínútu þegar hann vann boltann við miðjuhringinn og slapp einn gegn markverði.

Liðin mætast að nýju eftir viku á Old Trafford.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.