Enski boltinn

Skot­mark Liver­pool heldur áfram að tala vel um fé­lagið og Klopp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er alvöru daður í gangi á milli Werner og Liverpool.
Það er alvöru daður í gangi á milli Werner og Liverpool. vísir/getty

Það virðist liggja ljóst fyrir að Timo Werner, framherji RB Leipzig, vill ólmur komast til Evrópumeistara Liverpool í sumar en hann hefur talað ansi hlýlega um félagið undanfarnar vikur.

Werner var spurður út í áhuga Liverpool eftir sigur Leipzig á Tottenham í Meistaradeildinni í síðustu viku og sá þýski hélt áfram eftir leik Leipzig um helgina.

„Á síðasta tímabili, áður en ég framlengdi samning minn, var alltaf talað um Bayern Munchen. Nú er það Liverpool sem kemur upp og sérstaklega eftir leikinn okkar í Englandi. Þar ertu með besta stjóra í heimi í Jurgen Klopp,“ sagði Werner.

Hann skoraði sitt 27. mark um helgina er Leipzig rúllaði yfir Schalke 5-0 er liðin mættust á laugardaginn.







„Það eru margir hlutir sem gefa það til kynna að leikstíll minn myndi henta Liverpool vel en ég er ekki að hugsa um það því það er margt framundan hjá Leipzig. Við unnum Tottenham en eigum síðari leikinn eftir. Það er erfitt að hugsa um næsta tímabil því ég vil stíga á besíngjöfina núna,“ sagði Werner einbeittur á verkefnið í Þýskalandi.

Leipzig er í 2. sæti þýsku Bundesligunnar, stigi á eftir toppliðinu og ríkjandi meisturum í Bayern Munchen. Ellefu umferðir eru eftir af deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×