Fótbolti

Hagi aðalmaðurinn í að slá út Braga

Sindri Sverrisson skrifar
Ianis Hagi spyrnir boltanum í leiknum við Braga í dag.
Ianis Hagi spyrnir boltanum í leiknum við Braga í dag. vísir/getty

Lærisveinar Steven Gerrard í skoska liðinu Rangers eru komnir áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta, fyrstir liða, eftir að hafa slegið út Braga í Portúgal.

Rangers unnu 1-0 sigur í Portúgal í kvöld þar sem Ryan Kent skoraði markið, einn gegn markverði, eftir sendingu rúmenska landsliðsmannsins Ianis Hagi yfir vörn Rangers. Hagi hafði áður skorað tvö mörk þegar Rangers vann 3-2 í fyrri leik liðanna, en góð vítaspyrna hans fór í súginn undir lok fyrri hálfleiks í kvöld.

Hagi verður vafalaust í landsliðshópi Rúmeníu sem kemur til Íslands eftir mánuð til að spila á Laugardalsvelli í EM-umspilinu. Þessi 21 árs gamli miðjumaður og sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi er hluti af nýrri gullkynslóð Rúmena sem náði 4. sæti á EM U21-liða í fyrra.Hinum 15 einvígunum í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar lýkur á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.