Fótbolti

Hagi aðalmaðurinn í að slá út Braga

Sindri Sverrisson skrifar
Ianis Hagi spyrnir boltanum í leiknum við Braga í dag.
Ianis Hagi spyrnir boltanum í leiknum við Braga í dag. vísir/getty

Lærisveinar Steven Gerrard í skoska liðinu Rangers eru komnir áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta, fyrstir liða, eftir að hafa slegið út Braga í Portúgal.

Rangers unnu 1-0 sigur í Portúgal í kvöld þar sem Ryan Kent skoraði markið, einn gegn markverði, eftir sendingu rúmenska landsliðsmannsins Ianis Hagi yfir vörn Rangers. Hagi hafði áður skorað tvö mörk þegar Rangers vann 3-2 í fyrri leik liðanna, en góð vítaspyrna hans fór í súginn undir lok fyrri hálfleiks í kvöld.

Hagi verður vafalaust í landsliðshópi Rúmeníu sem kemur til Íslands eftir mánuð til að spila á Laugardalsvelli í EM-umspilinu. Þessi 21 árs gamli miðjumaður og sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi er hluti af nýrri gullkynslóð Rúmena sem náði 4. sæti á EM U21-liða í fyrra.





Hinum 15 einvígunum í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar lýkur á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×