Sport

Í beinni í dag: Komast Man. Utd og Arsenal áfram?

Anthony Martial skoraði mikilvægt útivallarmark fyrir Man. Utd gegn Club Brugge.
Anthony Martial skoraði mikilvægt útivallarmark fyrir Man. Utd gegn Club Brugge. vísir/getty

Evrópudeildin í fótbolta verður áberandi á Stöð 2 Sport í dag og leikið verður á PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni á Stöð 2 Golf.

Manchester United og Arsenal eru í ágætum málum í baráttu sinni um að komast í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. United gerði 1-1 jafntefli við Club Brugge á útivelli og Arsenal hafði betur gegn Olympiacos á útivelli, 1-0. Áður en að úrslitin ráðast í þessum einvígum mætast Espanyol og Wolves á Spáni þar sem Úlfarnir byrja með 4-0 forskot.

Á PGA-mótaröðinni hefst The Honda Classic í Flórída í kvöld þar sem kappar á borð við Builly Horschel, Tommy Fleetwood, Gary Woodland, Harris English, Rickie Fowler, Viktor Hovland og Brooks Koepka eru á meðal keppenda. Íþróttadagurinn hefst hins vegar í Múskat í Óman þar sem leikið verður á Evrópumótaröðinni.

Í beinni í dag:
6.30 Oman Open á European Tour (Stöð 2 Golf)
10.30 Oman Open á European Tour (Stöð 2 Golf)
17.45 Espanyol - Wolves (Stöð 2 Sport)
19.00 The Honda Classic á PGA Tour (Stöð 2 Golf)
19.50 Man. Utd - Club Brugge (Stöð 2 Sport)
19.50 Arsenal - Olympiacos (Stöð 2 Sport 2)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.