Sport

Í beinni í dag: Komast Man. Utd og Arsenal áfram?

Anthony Martial skoraði mikilvægt útivallarmark fyrir Man. Utd gegn Club Brugge.
Anthony Martial skoraði mikilvægt útivallarmark fyrir Man. Utd gegn Club Brugge. vísir/getty

Evrópudeildin í fótbolta verður áberandi á Stöð 2 Sport í dag og leikið verður á PGA-mótaröðinni og Evrópumótaröðinni á Stöð 2 Golf.

Manchester United og Arsenal eru í ágætum málum í baráttu sinni um að komast í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. United gerði 1-1 jafntefli við Club Brugge á útivelli og Arsenal hafði betur gegn Olympiacos á útivelli, 1-0. Áður en að úrslitin ráðast í þessum einvígum mætast Espanyol og Wolves á Spáni þar sem Úlfarnir byrja með 4-0 forskot.

Á PGA-mótaröðinni hefst The Honda Classic í Flórída í kvöld þar sem kappar á borð við Builly Horschel, Tommy Fleetwood, Gary Woodland, Harris English, Rickie Fowler, Viktor Hovland og Brooks Koepka eru á meðal keppenda. Íþróttadagurinn hefst hins vegar í Múskat í Óman þar sem leikið verður á Evrópumótaröðinni.

Í beinni í dag:

6.30 Oman Open á European Tour (Stöð 2 Golf)

10.30 Oman Open á European Tour (Stöð 2 Golf)

17.45 Espanyol - Wolves (Stöð 2 Sport)

19.00 The Honda Classic á PGA Tour (Stöð 2 Golf)

19.50 Man. Utd - Club Brugge (Stöð 2 Sport)

19.50 Arsenal - Olympiacos (Stöð 2 Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×