Innlent

Var ný­búinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bifreiðin var dregin af vettvangi.
Bifreiðin var dregin af vettvangi. Vísir/vilhelm

Eldur kviknaði í bifreið í Árbænum á sjötta tímanum í gær. Eldurinn var slökktur en eigandinn tjáði lögreglu að hann hefði verið nýbúinn að kaupa bílinn, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Bifreiðin var dregin af vettvangi en ekki eru veittar frekari upplýsingar um málið í tilkynningu.

Maður var handtekinn í Fossvogi snemma á tólfta tímanum grunaður um nytjastuld bifreiðar, skjalafals, vörslu fíkniefni, brot á lyfjalögum, hylmingu o.fl., að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. 

Þá flúði ökumaður, sem ók bifreið sinni á kyrrstæðan bíl í Hafnarfirði, vettvang eftir óhappið í nótt. Lögregla stöðvaði tjónvaldinn skömmu síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.