Prófsteinn á hvernig utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2020 07:56 Úr fundarsal mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. EPA Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið prófsteinn á það hvernig íslenska utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í nýútkominni skýrslu ráðuneytisins sem unnin var eftir að kjörtímabili Íslands í mannréttindaráðinu lauk um áramótin. Í aðfararorðum skýrslunnar segir Guðlaugur Þór að ef marka megi umsagnir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stórra erlendra fjölmiðla megi segja að Íslendingar hafi staðist þá prófraun. Hann segir ennfremur að markmiðin sem lagt hafi verið upp með í við fulla aðild Íslands að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafi náðst í öllum aðalatriðum. Í skýrslunni er farið yfir aðdraganda kjörs Íslands í mannréttindaráðið sem bar að með skömmum fyrirvara eftir að Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu. Sömuleiðis er farið yfir hvernig undirbúningi var háttað og hvaða mál hafi verið efst á baugi meðan á setu Íslands í ráðinu stóð. Guðlaugur Þór segir að einhugur hafi ríkt um að íslensk stjórnvöld hafi ætlað sér að hafa jákvæð áhrif á líf fólks í þeim ríkjum sem staða mannréttinda er bág. „Áður en Ísland kom til skjalanna höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu sloppið að mestu við gagnrýni í ráðinu og ákall eftir úttekt Sameinuðu þjóðanna á ástandinu á Filippseyjum var hávært. Við þessu varð að bregðast og Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á Sádi-Arabíu í mars 2019 og í júlí 2019 samþykkti mannréttindaráðið að frumkvæði Íslands að óska eftir skýrslu um Filippseyjar frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Seta Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið prófsteinn á það hvernig íslenska utanríkisþjónustan tekst á við stór og vandasöm verkefni. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í nýútkominni skýrslu ráðuneytisins sem unnin var eftir að kjörtímabili Íslands í mannréttindaráðinu lauk um áramótin. Í aðfararorðum skýrslunnar segir Guðlaugur Þór að ef marka megi umsagnir alþjóðlegra mannréttindasamtaka og stórra erlendra fjölmiðla megi segja að Íslendingar hafi staðist þá prófraun. Hann segir ennfremur að markmiðin sem lagt hafi verið upp með í við fulla aðild Íslands að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafi náðst í öllum aðalatriðum. Í skýrslunni er farið yfir aðdraganda kjörs Íslands í mannréttindaráðið sem bar að með skömmum fyrirvara eftir að Bandaríkin sögðu sig úr ráðinu. Sömuleiðis er farið yfir hvernig undirbúningi var háttað og hvaða mál hafi verið efst á baugi meðan á setu Íslands í ráðinu stóð. Guðlaugur Þór segir að einhugur hafi ríkt um að íslensk stjórnvöld hafi ætlað sér að hafa jákvæð áhrif á líf fólks í þeim ríkjum sem staða mannréttinda er bág. „Áður en Ísland kom til skjalanna höfðu stjórnvöld í Sádi-Arabíu sloppið að mestu við gagnrýni í ráðinu og ákall eftir úttekt Sameinuðu þjóðanna á ástandinu á Filippseyjum var hávært. Við þessu varð að bregðast og Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á Sádi-Arabíu í mars 2019 og í júlí 2019 samþykkti mannréttindaráðið að frumkvæði Íslands að óska eftir skýrslu um Filippseyjar frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira