Britta Nielsen dæmd í sex og hálfs árs langt fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:40 Britta Nielsen í dómsal í fyrra. AP/Themba Hadebe Britta Nielsen, fyrrverandi starfsmaður danskra félagsmálayfirvalda, hefur verið dæmd í sex og hálfs árs langt fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Hún var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Dómurinn var kveðinn upp í Kaupmannahöfn í dag. Nielsen var handekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í byrjun nóvember 2018. Réttarhöld í máli ákæruvaldsins gegn Nielsen fóru fram í október og nóvember í fyrra.Sjá einnig: Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Sagðist hafa fallið í freistni Nielsen bar vitni í málinu í nóvember og kvaðst þá hafa fallið í freistni. Hún hefði á sínum tíma reynt að laga bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúkunni. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hefði meðal annars versnað eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún sagði að maður hennar, sem lést árið 2005, hefði ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hefði hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún mun ekki áfrýja dómnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Saksóknari segir að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. 10. febrúar 2020 11:21 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Britta Nielsen, fyrrverandi starfsmaður danskra félagsmálayfirvalda, hefur verið dæmd í sex og hálfs árs langt fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Hún var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Dómurinn var kveðinn upp í Kaupmannahöfn í dag. Nielsen var handekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í byrjun nóvember 2018. Réttarhöld í máli ákæruvaldsins gegn Nielsen fóru fram í október og nóvember í fyrra.Sjá einnig: Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Sagðist hafa fallið í freistni Nielsen bar vitni í málinu í nóvember og kvaðst þá hafa fallið í freistni. Hún hefði á sínum tíma reynt að laga bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúkunni. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hefði meðal annars versnað eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún sagði að maður hennar, sem lést árið 2005, hefði ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hefði hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún mun ekki áfrýja dómnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Saksóknari segir að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. 10. febrúar 2020 11:21 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42
Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Saksóknari segir að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. 10. febrúar 2020 11:21
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13