Britta Nielsen dæmd í sex og hálfs árs langt fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:40 Britta Nielsen í dómsal í fyrra. AP/Themba Hadebe Britta Nielsen, fyrrverandi starfsmaður danskra félagsmálayfirvalda, hefur verið dæmd í sex og hálfs árs langt fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Hún var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Dómurinn var kveðinn upp í Kaupmannahöfn í dag. Nielsen var handekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í byrjun nóvember 2018. Réttarhöld í máli ákæruvaldsins gegn Nielsen fóru fram í október og nóvember í fyrra.Sjá einnig: Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Sagðist hafa fallið í freistni Nielsen bar vitni í málinu í nóvember og kvaðst þá hafa fallið í freistni. Hún hefði á sínum tíma reynt að laga bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúkunni. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hefði meðal annars versnað eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún sagði að maður hennar, sem lést árið 2005, hefði ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hefði hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún mun ekki áfrýja dómnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Saksóknari segir að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. 10. febrúar 2020 11:21 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Britta Nielsen, fyrrverandi starfsmaður danskra félagsmálayfirvalda, hefur verið dæmd í sex og hálfs árs langt fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik. Hún var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Dómurinn var kveðinn upp í Kaupmannahöfn í dag. Nielsen var handekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í byrjun nóvember 2018. Réttarhöld í máli ákæruvaldsins gegn Nielsen fóru fram í október og nóvember í fyrra.Sjá einnig: Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Sagðist hafa fallið í freistni Nielsen bar vitni í málinu í nóvember og kvaðst þá hafa fallið í freistni. Hún hefði á sínum tíma reynt að laga bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. „Ég féll fyrir freistingu í kerfinu með millifærslu sem átti að bæta fjárhaginn,“ sagði Nielsen í vitnastúkunni. „Ég var með reikninga sem ég gat ekki borgað,“ hélt hún áfram. Með tímanum hafi þetta orðið að einhvers konar „fíkn“. Nielsen útskýrði að fjárhagsstaðan hefði meðal annars versnað eftir fasteignakaup hennar og þáverandi eiginmanns, sem nú er látinn, árið 1986. Hún sagði að maður hennar, sem lést árið 2005, hefði ekki þekkt til fjárdráttarins. Hún hefði hins vegar dregið sér meira fé eftir að hann lést. „Ég byrja þá að eyða peningum í sjálfa mig; eitthvað sem ég hafði dreymt um síðan ég var barn, en aldrei fengið. Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína,“ sagði Nielsen. Hún mun ekki áfrýja dómnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Saksóknari segir að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. 10. febrúar 2020 11:21 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42
Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Saksóknari segir að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. 10. febrúar 2020 11:21
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“