Sport

Einn sá besti í sögunni spilaði tennis við krakka á götum Bel­grad | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Djokovic vann opna ástralska á dögunum. Hér er hann í úrslitaleiknum.
Djokovic vann opna ástralska á dögunum. Hér er hann í úrslitaleiknum. vísir/getty

Myndband birtist af Novak Djokovic, einum besta tenniskappa sögunnar, spila tennis við börn í heimaborg sinni, Belgrad í Serbíu.

The Sportsman setur myndbandið á Twitter-síðu sína en þar sést Djokovic spila við þrjá unga drengi.

Djokovic er nú númer eitt á heimslistanum í tennis en hann hefur meðal annars unnið opna ástralska átta sinnum og Wimbledon fimm sinnum.
Þegar talað er um eina af bestu tennisköppum sögunnar kemur Djokovic oft til tals en það er ljóst að hann hefur mikið af sér til samfélagsins heima í Serbíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.