Sport

Dagskráin: Undanúrslit Meistaradeildarinnar, KR mætir Celtic og Valur fær ÍA í heimsókn í Mjólkurbikarnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kemst PSG í úrslit Meistaradeildar Evrópu?
Kemst PSG í úrslit Meistaradeildar Evrópu? VÍSIR/GETTY

Það er enn og aftur boðið til knattspyrnuveislu á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls eru þrír leikir í beinni útsendingu. Þá fáum við Meistaradeidlarmörkin ásamt þættinum NFL Hard Knocks.

Íslandsmeistarar KR í knattspyrnu heimsækja Skotlandsmeistara Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu og hefst klukkan 18:45. Aðeins er um einn leik að ræða og því ljóst að liðið sem ber sigur úr bítum fer áfram í næstu umferð.

Eftir leikinn sýnum við þáttinn NFL Hard Knocks: Los Angeles en þar er skyggnst bakvið tjöldin hjá liðum í NFL-deildinni í Bandaríkjunum.

Stöð 2 Sport 2

Þó svo að forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir tímabilið 2020/2021 sé farin af stað þá á enn eftir að klára núverandi tímabil. Við sýnum fyrri undanúrslitaleik keppninnar í ár beint frá Lissabon í Portúgal en þar mætast RB Leipzig frá Þýskalandi og stórlið Paris Saint-Germain frá Frakklandi.

Fyrir leik verður að sjálfsögðu góð upphitun og eftir leik verða Meistaradeildarmörkin á sínum stað þar sem leikurinn verður krufinn til mergjar.

Stöð 2 Sport 3

Einn leikur er enn eftir í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu hér á landi. Það er leikur Vals og ÍA. Fer hann fram að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn eiga harma að hefna eftir ótrúlegan 4-1 sigur ÍA í deildarleik liðanna fyrr í sumar.

Golfstöðin

Samantekt frá Wyndham Championship mótinu sem fram fór um helgina verður á boðstólnum á Golfstöðinni í dag.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.