Íslenski boltinn

Valsmenn höfðu betur gegn Fjölni og mæta KR í úr­slita­leiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kaj skoraði eina mark kvöldsins.
Kaj skoraði eina mark kvöldsins. vísir/vilhelm

Valur vann 1-0 sigur á Fjölni í síðari undanúrslitaleiknum í Reykjavíkurmótinu en báðir fóru þeir fram í Egilshöll í kvöld.KR vann fyrri leik kvöldsins eftir vítaspyrnukeppni og það verða því erkifjendurnir; KR og Valur, sem mætast í úrslitaleiknum.Staðan var markalaus í hálfleik í kvöld en fyrsta og eina mark leiksins skoraði Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu á níundu mínútu síðari hálfleiks.

Fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Heimis Guðjónssonar geta unnið sinn annan titil á leiktíðinni en þeir unnu Bose-mótið fyrir áramót.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.