Enski boltinn

Man. United í við­ræðum við fyrrum fram­herja Wat­ford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ighalo í leik með Watford.
Ighalo í leik með Watford. vísir/getty

Manchester United er í viðræðum við Odion Ighalo um að ganga í raðir félagsins en Sky Sports greinir frá þessu.

Ighalo er nígerískur framherji er nú á mála hjá Shanghai Shenhua í Kína en leikmenn vilja komast í burtu frá landinu vegna Wuhan-veirunnar.

Talið er að það séu helmingslíkur á að Ighalo gangi í raðir Rauðu djöflanna áður en glugganum lokar í kvöld. Ighalo lék með Watford frá 2014 til 2017 við góðan orðstír.

Man. United leitar nú að framherja vegna meiðsla Marcus Rashford en hann mun vera frá næstu mánuði.







Í dag var greint frá því að 20 miljóna punda boði United í norska landsliðsmanninn Joshua King hafi verið hafnað en spennandi verður að sjá hvað gerist í kvöld.

Tottenham var einnig orðað við hinn þrítuga Ighalo í dag en hann mun fara á láni frá Kína fram á sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×