Fótbolti

Sara Björk yfirgefur Wolfsburg í sumar | Orðuð við Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk hefur leikið með Wolfsburg síðan 2016.
Sara Björk hefur leikið með Wolfsburg síðan 2016. vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, yfirgefur Wolfsburg þegar samningur hennar við félagið rennur út eftir tímabilið.

Í frétt Sportbuzzer kemur fram að Sara hafi ekki viljað framlengja samning sinn við Wolfsburg.

Hún hefur m.a. verið orðuð við Barcelona, Evrópumeistara Lyon og lið á Englandi.

Sara kom til Wolfsburg frá Rosengård í Svíþjóð 2016. Hún hefur unnið tvöfalt, deild og bikar, í þrígang með Wolfsburg og lék með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018.

„Við erum leið yfir því að Sara sé á förum en við höfum reiknað með því undanfarnar vikur,“ segir Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg.

Tveir aðrir miðjumenn fara frá Wolfsburg í sumar, Kristine Minde og Claudia Neto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×