Fótbolti

Sara Björk yfirgefur Wolfsburg í sumar | Orðuð við Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk hefur leikið með Wolfsburg síðan 2016.
Sara Björk hefur leikið með Wolfsburg síðan 2016. vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, yfirgefur Wolfsburg þegar samningur hennar við félagið rennur út eftir tímabilið.

Í frétt Sportbuzzer kemur fram að Sara hafi ekki viljað framlengja samning sinn við Wolfsburg.

Hún hefur m.a. verið orðuð við Barcelona, Evrópumeistara Lyon og lið á Englandi.

Sara kom til Wolfsburg frá Rosengård í Svíþjóð 2016. Hún hefur unnið tvöfalt, deild og bikar, í þrígang með Wolfsburg og lék með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018.

„Við erum leið yfir því að Sara sé á förum en við höfum reiknað með því undanfarnar vikur,“ segir Ralf Kellermann, íþróttastjóri Wolfsburg.

Tveir aðrir miðjumenn fara frá Wolfsburg í sumar, Kristine Minde og Claudia Neto.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.