Íslenski boltinn

Bikar­meistararnir með Moses á reynslu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moses er hann skrifaði undir samninginn hjá Viborg.
Moses er hann skrifaði undir samninginn hjá Viborg. mynd/heimasíða viborg

Christian Moses, framherji Viborg í dönsku B-deildinni, er nú til reynslu hjá bikarmeisturum Víkings.Christian Moses hefur verið verið á mála hjá Viborg í eitt og hálft ár en hefur einungis spilað þrjá leiki í dönsku B-deildinni það sem af er leiktíðnni.Víkingur hefur því fengið þennan 26 ára framherja á reynslu en hann kemur fra Síerra Leóne.

„Moses vil gjarnan spila og við metum það þannig að það er erfitt hjá okkur hér. Það er sem betur fer áhugi á honum svo nú munum við sjá hvað setur,“ sagi Jesper Fredberg, íþróttastjóri Viborg, við bold.dk.Moses hefur spilað 39 leiki frá því að hann kom til Viborg frá Vendsyssel og skorað í þeim tíu mörk en hann hefur verið í Danmörku frá ársbyrjun 2017.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.