Föstudagsplaylisti Ægis Sindra Bjarnasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 10. janúar 2020 16:29 Ægir Sindri á tónleikastaðnum sínum R6013 í skúr við Ingólfsstræti. Vísir/Vilhelm Ægir Sindri trommukolkrabbi og grasróttæklingur setti saman löngu tímabæran föstudagslagalista fyrir Vísi á þessum stormasama föstudegi. Auk þess að tromma og gegna öðrum hlutverkum í fjölda tónlistarverkefna, World Narcosis, Logn, Bagdad Brothers og Laura Secord til að nefna nokkur, þá heldur hann reglulega tónleika í skúrnum heima hjá sér í Ingólfsstræti. Nefnist tónleikastaðurinn R6013 og heldur Ægir utan um staðinn í samfloti við plötuútgáfuna sína, Why Not? plötur. Þar er lögð rík áhersla að allir komist að, engin aldurstakmörk og að ungt tónlistarfólk fái svið að spreyta sig á. Síðasta sunnudag hélt Ægir svo sína fyrstu sólótónleika, þar sem hann lék á trommur, endurtekningarfetla og alls kyns gervla og önnur hljóðtól. Hann spilaði þar efni af plötu sem kom út samdægurs í 27 eintökum, en Ægir átti afmæli á sunnudaginn og varð 27 ára gamall. Aðspurður út í lagavalið segir Ægir listann vera „innblásturslista“, hann samanstandi af lögum sem hann var að hlusta á eða hugsa um þegar hann vann að áðurnefndri nýútkominni plötu. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ægir Sindri trommukolkrabbi og grasróttæklingur setti saman löngu tímabæran föstudagslagalista fyrir Vísi á þessum stormasama föstudegi. Auk þess að tromma og gegna öðrum hlutverkum í fjölda tónlistarverkefna, World Narcosis, Logn, Bagdad Brothers og Laura Secord til að nefna nokkur, þá heldur hann reglulega tónleika í skúrnum heima hjá sér í Ingólfsstræti. Nefnist tónleikastaðurinn R6013 og heldur Ægir utan um staðinn í samfloti við plötuútgáfuna sína, Why Not? plötur. Þar er lögð rík áhersla að allir komist að, engin aldurstakmörk og að ungt tónlistarfólk fái svið að spreyta sig á. Síðasta sunnudag hélt Ægir svo sína fyrstu sólótónleika, þar sem hann lék á trommur, endurtekningarfetla og alls kyns gervla og önnur hljóðtól. Hann spilaði þar efni af plötu sem kom út samdægurs í 27 eintökum, en Ægir átti afmæli á sunnudaginn og varð 27 ára gamall. Aðspurður út í lagavalið segir Ægir listann vera „innblásturslista“, hann samanstandi af lögum sem hann var að hlusta á eða hugsa um þegar hann vann að áðurnefndri nýútkominni plötu.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira