Sport

Íslandsmótið í CrossFit er hluti af Reykjavíkurleikunum í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í keppni á Íslandsmótinu í CrossFit fyrir nokkrum árum. Þær eru báðar komnar inn á heimsleikana.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í keppni á Íslandsmótinu í CrossFit fyrir nokkrum árum. Þær eru báðar komnar inn á heimsleikana. vísir/daníel

Íslandsmótið í CrossFit tekur sögulegt skref í ár því nú verður mótið í fyrsta sinn hluti af Reykjavíkurleikunum, Reykjavik International Games.

Á Íslandsmótiðinu í CrossFit 2020 koma saman topp fimm til tíu bestu CrossFit keppendum landsins af þeim tóku þátt í Open undankeppni heimsleikanna í CrossFit.

Þeir munu nú berjast um Íslandsmeistaratitilinn en keppt er í átta aldursflokkum bæði í karla- og kvennaflokki.

Keppnin hefst á fimmtudagskvöldinu 30. janúar í CrossFit Reykjavík þar sem fyrsta greinin fer fram en á föstudag (31. janúar) og laugardag (1. febrúar) færist keppnin yfir á stóra sviðið í Laugardalshöllinni.

Þeir keppendur sem fagna sigri í opnum flokki kvenna og karla vinna sér einnig inn þáttökurétt á Reykjavík CrossFit Championships sem fer fram í byrjun apríl. Reykjavík CrossFit Championships gefur síðan eitt sæti í hvorum flokki á heimsleikana í CrossFit næsta haust.



Dagskrá Íslandsmótsins í CrossFit 2020:

Fimmtudagur 30. janúar í CrossFit Reykjavík frá klukkan 20:00-21:40

*Allir flokkar

Föstudagur 31. janúar í Laugardalshöll frá klukkan 09:00-20:45

*Aldursflokkar frá 09:00-17:40

*Opinn flokkur frá 16:00-18:00

Laugardagur 1. febrúar í Laugardalshöll frá klukkan 11:00-18:00

*Aldursflokkar frá 11:00-13:40

*Opinn flokkur frá 18:00-20:45

*Verðlaunaafhending




Fleiri fréttir

Sjá meira


×