150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 16. janúar 2020 18:01 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. Fólkið sem fannst látið er kínverskt par á þrítugsaldri. Um 150 metrar voru á milli líkanna. Fyrst var tilkynnt um lík konu á Sólheimasandi, skammt frá gönguleið niður að flugvélarflaki á sandinum, rétt fyrir hádegi í dag. Lík karlmanns fannst svo klukkan tvö, skammt frá þeim stað þar sem konan fannst. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi farið strax á vettvang þegar tilkynning barst um líkfundinn frá vegfaranda. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm „Þar kemur í ljós að svona 150 metra frá gönguleiðinni er lík af konu. Við köllum þá strax til frekari leit, okkur fannst sérstakt að það væri ein kona þarna ein á ferð og enginn sem spyrði um hana. Um tvöleytið fannst lík af karlmanni þarna skammt frá og síðan er rannsóknarvinna í gangi um hvað hafi gerst þarna.“ Óvanalegt mál Oddur segir að fólkið sé kínverskt par, bæði rétt rúmlega tvítug. Um 150 metrar voru á milli þeirra þar sem þau fundust á sandinum. „Kínverska sendiráðið hefur verið upplýst um persónuupplýsingar og er að vinna úr þeim upplýsingum núna fyrir okkur. Þannig er bara staðan.“ Lögregla telur líklegt að parið hafi orðið úti á sandinum. „Við vitum að þau fóru fram hjá myndavélum á Hvolsvelli á mánudag um þrjúleytið, og á mánudagskvöld og á þriðjudag var arfavitlaust veður. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar en við viljum ekki gefa okkur neina niðurstöðu fyrirfram,“ segir Oddur. Parið fannst látið á Sólheimasandi.Vísir/Landmælingar Inntur eftir því hvort málið sé mjög óvanalegt segir Oddur svo vera. „Já, það er sérstakt að finna tvær látnar manneskjur á víðavangi. Það gerist ekki oft.“ Bíll sem talið er að parið hafi tekið á leigu fannst á bílastæði við Sólheimasand. Samkvæmt heimildum Vísis voru rúður brotnar í bílnum þegar hann fannst. Þá liggur dánarorsök parsins ekki fyrir og verður ekki ljós fyrr en að lokinni krufningu. Lögregla á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið við vinnu á vettvangi í dag. Oddur gerir ráð fyrir að sú vinna haldi áfram í dag og fram á kvöld. Viðtal Magnús Hlyns Hreiðarssonar fréttamanns Stöðvar 2 við Odd Árnason yfirlögregluþjón á Suðurlandi má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19