Innlent

Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði

Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Frá Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar verið var að hífa bílinn upp.
Frá Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar verið var að hífa bílinn upp. vefmyndavél Hafnarfjarðarhafnar

Í kvöld opnuðu prestar í Hafnarfirði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í gærkvöldi. Rauði krossinn á Íslandi kom til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. Þorkell Ingi Ingimarsson var í þeim hópi og sagði í samtali við fréttastofu að þeirri aðstoð væri lokið í nótt. Þau ungmenni sem mættu hafi verið, í framhaldinu, vísað í faðm foreldra en ákvörðun um eftirfylgni yrði tekin á morgun.

Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Þrír voru í bílnum, allt ungt fólk samkvæmt upplýsingum fréttastofu, og voru þeir fluttir á slysadeild fyrr í kvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra.

Tilkynning um slysið barst laust eftir klukkan níu. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvernig bíllinn hafnaði í höfninni en í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér um klukkan hálf ellefu segir að um sé að ræða „mjög alvarlegt slys“.

Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hefur verið að störfum við höfnina í kvöld. Þá voru fimm kafarar frá séraðgerðadeild Landhelgisgæslunnar kallaðir út að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og voru enn að störfum klukkan tíu. Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra voru einnig á vettvangi.

Höfninni var lokað á ellefta tímanum og þá var einnig gefið út að viðbragðsaðilar hygðust brátt hefjast handa við að hífa bílinn upp úr sjónum. Nokkur bið varð þó á því en bíllinn var ekki dreginn upp úr höfninni fyrr en laust eftir miðnætti.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×