Sport

Snákabitið segist vera feiminn og var næstum hættur fyrir fimm árum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snakebite og Van Gerwen.
Snakebite og Van Gerwen. vísir/epa

Heimsmeistarinn í pílukasti, hinn skrautlegi Peter „Snakebite“ Wright, segist í raun vera mjög feiminn. Hann var annálaður silfurmaður þar til hann tók þann stóra á nýársdag.

Einhverjir hefðu kannski tekið tvær pintur á gamlárskvöld en Wright var sofnaður klukkan 19.30. Undirbúningur fyrir úrslitaleikinn gegn Michael van Gerwen gekk fyrir öllu.

Wright er 49 ára gamall og elsti maðurinn til þess að vinna heimsmeistaratignina í fyrsta sinn. Skotinn skrautlegi hafði alls komist ellefu sinnum í úrslit á stórmóti en tapað tíu sinnum. Það voru því eðlilega margir sem efuðust um silfurmanninn fyrir þennan úrslitaleik en hann var með allt upp á tíu.

„Ég ætlaði reyndar að hætta árið 2014. Ef ég myndi ekki ná mér vel í gang þá var ég hættur. En ég komst í úrslit og í annað sætið á heimslistanum,“ sagði Wright.

Útlit heimsmeistarans er ansi skrautlegt í keppnum. Hann er með hanakamb og svo er málaður á hann snákur fyrir alla leiki. Það gerir eiginkona hans, Jo, en hún er hárgreiðslukona.

„Hárgreiðslan gefur mér sjálfstraust því ég er mjög feiminn einstaklingur þegar ég er ekki að keppa. Það sem fólk sér á sviðinu er karakterinn Snákabitið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×