Sport

„Sna­kebite“ kláraði Van Gerwen og er heims­meistari í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fagnar sigrinum.
Fagnar sigrinum. vísir/getty

Peter Wright, betur þekktur sem Snakebite, er heimsmeistari í pílukasti eftir sigur gegn ríkjandi heimsmeistara, Michael van Gerwen, 7-3 í úrslitaleiknum í Alexandra Palace í kvöld.

Það var ljóst frá upphafi að Wright var afar vel stemmdur. Honum hafði gengið afar illa gegn Van Gerwen en Wright vann fyrstu tvö settin í kvöld.





Heimsmeistarinn var ekki af baki dottinn og vann næstu tvö sett og jafnaði metin í 2-2. Flestir héldu þá að hann myndi ganga á lagið og verja heimsmeistaratitilinn en svo varð svo sannarlega ekki.

Wright vann næstu tvö sett og komst í 4-2 áður en Hollendingurinn klóraði í bakkann. Hann minnkaði muninn í 4-3 en Wright gerði sér lítið fyrir og vann næstu þrjá leiki. Lokatölur 7-3.

Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill Skotans en Van Gerwen hefur verið ráðandi í pílukastinu að undanförnu. Risa stór sigur fyrir Wright.

 

Peter Wright fer ekki tómhentur heim því hann fær 82 milljónir króna fyrir sigurinn. Magnaður sigur hjá þessum 49 ára gamla Skota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×