Sport

Cerrone: Takk Conor fyrir að vilja berjast í veltivigt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor McGregor.
Conor McGregor. vísir/epa

Donald „Cowboy“ Cerrone segir að hann og Conor McGregor geti skemmt sér almennilega í búrinu þann 18. janúar því þeir séu að mætast í þyngdarflokki sem þarfnist ekki mikils niðurskurðar.Conor hefur verið UFC-meistari í báðum þyngdarflokkum fyrir neðan veltivigtina en virðist hafa augastað á beltinu í veltivigtinni. Hann bað því um að þessi bardagi yrði í veltivigt.„Að vera í erfiðum niðurskurði á það til að skemma bardagavikuna en þetta verður ekkert mál. Nú getum við bara farið inn og skemmt okkur. Takk, Conor,“ sagði Cerrone kátur.Cerrone var í veltivigt en færði sig niður í léttvigtina. Hann átti von á því að bardaginn yrði í þeim flokki þar til hann fékk skilaboð frá Íranum.„Hann átti þessa hugmynd og ég var meira en til. Þyngdarflokkurinn skiptir mig ekki höfuðmáli þó svo þetta sé betra. Ég er í réttri þyngd og borða það sem ég vil. Hann vildi líklega vera í veltivigt svo hann gæti notið jólanna almennilega með fjölskyldunni. Koma svo og skemmta sér með mér. Ég skil það fullkomlega.“

Tengd skjöl

MMA

Tengdar fréttir

Conor og Khabib gætu mæst á næsta ári

Dana White, forseti UFC, sagði í gær að Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov myndu líklega mætast seint á næsta ári ef þeir vinna sína næstu bardaga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.