Sport

Þjálfari Conors: Aldrei séð Conor í svona góðu formi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor, Kavanagh og æfingafélagar Conors.
Conor, Kavanagh og æfingafélagar Conors. mynd/instagram

Þjálfari Conors McGregor, John Kavanagh, er mjög spenntur fyrir komandi bardaga McGregor og Donald „Cowboy“ Cerrone.Í gær fór fram síðasta æfingin hjá honum með Conor áður en þeir halda til Las Vegas þar sem Conor berst við Cerrone þann 18. janúar.

Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson, segist aldrei hafa séð Conor í svona góðu formi og viðurkennir að hafa efast um að það væri hægt fyrir hálfu ári síðan.Stór orð enda er McGregor æfingaóður og mætir alltaf í algjöru toppstandi í sína bardaga.Þetta verður fyrsti bardagi Írans kjaftfora síðan hann tapaði gegn Rússanum Khabib Nurmagomedov í október árið 2018.Tengd skjöl

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.