Sport

Conor og Khabib gætu mæst á næsta ári

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er rúmur mánuður í að Conor stígi aftur inn í búrið.
Það er rúmur mánuður í að Conor stígi aftur inn í búrið. vísir/getty

Dana White, forseti UFC, sagði í gær að Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov myndu líklega mætast seint á næsta ári ef þeir vinna sína næstu bardaga.

Conor á að berjast gegn Donald „Cowboy“ Cerrone þann 18. janúar og Khabib berst við Tony Ferguson um miðjan apríl ef allt gengur eftir.

White sagði að það væri stefna UFC að setja Conor og Khabib aftur í búrið á árinu ef þeir komast í gegnum þessa komandi bardaga. Það eru margir ósáttir við það.

„Þetta er algjört kjaftæði,“ skrifaði Justin Gaethje á Twitter og margir voru sammála honum.

Aðdáendur UFC vilja þó ansi margir sjá þá Conor og Khabib taka annan dans. UFC veit líka að sá bardagi myndi skila sambandinu mestum tekjum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×