Lífið samstarf

Risa dans- og afmælisveisla í Höllinni

Teamwork Event kynnir
GUS GUS fagnar 25 ára afmæli í ár og kemur nú fram á Íslandi í fyrsta sinn í langan tíma.
GUS GUS fagnar 25 ára afmæli í ár og kemur nú fram á Íslandi í fyrsta sinn í langan tíma.

GUS GUS, Dj Margeir, Club Dub, Aron Can, DJ SANSHINE, Herra Hnetusmjör og fleiri af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands koma fram á Niceland Reykjavik micro music festival, stærstu dans-, afmælis- og gleðitónleikum ársins, sem fram fer í Laugardalshöll fimmtudagskvöldið 9. apríl.

Club Dub koma fram á Niceland Reykjavik micro music festival.

GUS GUS er án efa eitt stærsta nafnið í danstónlistarheiminum í dag og hefur átt lög í toppsætum vinsældarlista í Evrópu síðustu ár. GUS GUS verður aðalnúmer kvöldsins og setur með tónleikunum upphafstóninn fyrir 25 ára afmælisárið en sveitin mun fagna afmælinu allt árið 2020. Áhorfendur sem hafa séð og upplifað GUS GUS á tónleikum segja með ólíkindum hversu vel þeir ná fólkinu með sér og sá andi sem skapist á uppákomum þeirra sé vandfundinn. GUS GUS kemur þarna fram í fyrsta sinn í langan tíma á Íslandi og verða tónleikar þeirra þetta kvöld það lang stærsta sem þau hafa sett á svið hér á landi hingað til.

 

DJ Sanshine er í hópi þeirra sem fram koma í Höllinni.

Niceland Reykjavik micro music festival er einstakur tónlistarviðburður þar sem Laugardalshöllinni verður breytt í stærsta skemmtistað á Íslandi í samstarfi við Krombacher. Engu verður til sparað til að gera þessa veislu að einu því eftirminnilegasta í íslensku tónleika- og skemmtanalífi á árinu 2020. 

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Teamwork Event.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×