Bíó og sjónvarp

Tom Hanks brotnaði niður í ræðu sinni á Golden Globe

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hanks tilfinningaríkur á Golden Globe í nótt.
Hanks tilfinningaríkur á Golden Globe í nótt.

Stórleikarinn Tom Hanks fékk í nótt Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar.

Hanks tók á móti verðlaununum og hélt heljarinnar ræðu sem hefur vakið mikla athygli. Þar talaði hann mikið um eiginkonu sína, Rita Wilson, og börnin sín fimm sem voru öll saman á fremsta bekk í gærkvöldi.

Hanks hefur verið að glíma við töluvert kvef undnafarna daga og kenndi hann því um þegar hann brotnaði niður á sviðinu.

Tom Hanks hefur átt ótrúlegan feril sem leikari og meðal annars unnið Óskarinn í tvígang fyrir hlutverk sín í Forrest Gump og Philadelphia. Hann hefur unnið fimm Golden Globe verðlaun og ótal önnur verðlaun á löngum og farsælum ferli.

Hér má sjá ræðu Hanks í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.