Brenton um dóminn sem féll hjá FIBA: Við Njarðvíkingar lítum á þetta sem sigur hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 11:15 Brenton Birmingham með fyrirliða Njarðvíkur þegar Logi Gunnarsson lék sinn 300. leik fyrir félagið síðasta vetur. Mynd/UMFN Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur slapp við að greiða Litháanum Evaldas Zabas margra mánaða laun frá því á síðasta tímabili eftir að dómstóll FIBA tók málið fyrir. Njarðvíkingar sögðu upp samningi Evaldas Zabas í lok október 2019 en hann lék aðeins þrjá leiki fyrir félagið í Domino´s deildinni. Njarðvík tapaði tveimur af þessum þremur leikjum. Evaldas Zabas var með samning út allt tímabilið. Í þessum þremur leikjum þá var Evaldas Zabas með 12,0 stig og 3,3 stoðsendingar að meðaltali en þriðjungur stiga hans komu af vítalínunni og hann hitti aðeins úr 2 af 20 þriggja stiga skotum sínum. Evaldas Zabas var ósáttur með að fá ekki allan samning sinn greiddan og ákvað á endanum að fara með málið til FIBA. FIBA hefur nú tekið málið fyrir. „Það er eflaust hægt að líta á þetta mál mismundandi. Við lítum samt á þetta sem sigur, umboðsmaðurinn hans sér þetta kannski sem hálfan sigur en Zabas hlýtur að líta á þetta sem tap, sagði Brenton Birmningham við Vísi en hann er varaformaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, sem sá um málið fyrir hönd Njarðvíkur. Njarðvík þarf að greiða umboðsmanni Evaldas Zabas, Tomas Druktenis, öll hans umboðslaun sem voru tvö þúsund evrur eða meira en 320 þúsund krónur íslenskar. Á móti kemur að Evaldas Zabas þurfti að borga allan kostnaðinn af því að fara með málið fyrir FIBA dómstólinn sem er meira en fjögur þúsund evrur eða um 646 þúsund krónur íslenskar. „Okkur tókst ekki að semja um lokagreiðslu við hann. Zabas vildi fá öll sín laun út tímabilið og höfðaði mál gegn okkur hjá FIBA. Við sögðum samningi hans upp í nóvember en hann vildi fá borgað út apríl. Við sluppum því að borga öll launin hans fyrir alla þessa mánuði frá nóvember fram í apríl, sagði Brenton. Í stað þess að fá öll launin fyrir alla mánuði tímabilsins þá þarf Evaldas Zabas að borga FIBA meira en 646 þúsund krónur. Litháinn kemur því illa út úr því að hafa höfðað mál gegn Njarðvíkingum. Við upphæðina bætist fimm prósent dráttarvextir frá 11. nóvember 2019 og hvor aðilinn þarf síðan að greiða sinn málskostnað sjálfur. Það má finna allan dóminn með því að smella hér. Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur slapp við að greiða Litháanum Evaldas Zabas margra mánaða laun frá því á síðasta tímabili eftir að dómstóll FIBA tók málið fyrir. Njarðvíkingar sögðu upp samningi Evaldas Zabas í lok október 2019 en hann lék aðeins þrjá leiki fyrir félagið í Domino´s deildinni. Njarðvík tapaði tveimur af þessum þremur leikjum. Evaldas Zabas var með samning út allt tímabilið. Í þessum þremur leikjum þá var Evaldas Zabas með 12,0 stig og 3,3 stoðsendingar að meðaltali en þriðjungur stiga hans komu af vítalínunni og hann hitti aðeins úr 2 af 20 þriggja stiga skotum sínum. Evaldas Zabas var ósáttur með að fá ekki allan samning sinn greiddan og ákvað á endanum að fara með málið til FIBA. FIBA hefur nú tekið málið fyrir. „Það er eflaust hægt að líta á þetta mál mismundandi. Við lítum samt á þetta sem sigur, umboðsmaðurinn hans sér þetta kannski sem hálfan sigur en Zabas hlýtur að líta á þetta sem tap, sagði Brenton Birmningham við Vísi en hann er varaformaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, sem sá um málið fyrir hönd Njarðvíkur. Njarðvík þarf að greiða umboðsmanni Evaldas Zabas, Tomas Druktenis, öll hans umboðslaun sem voru tvö þúsund evrur eða meira en 320 þúsund krónur íslenskar. Á móti kemur að Evaldas Zabas þurfti að borga allan kostnaðinn af því að fara með málið fyrir FIBA dómstólinn sem er meira en fjögur þúsund evrur eða um 646 þúsund krónur íslenskar. „Okkur tókst ekki að semja um lokagreiðslu við hann. Zabas vildi fá öll sín laun út tímabilið og höfðaði mál gegn okkur hjá FIBA. Við sögðum samningi hans upp í nóvember en hann vildi fá borgað út apríl. Við sluppum því að borga öll launin hans fyrir alla þessa mánuði frá nóvember fram í apríl, sagði Brenton. Í stað þess að fá öll launin fyrir alla mánuði tímabilsins þá þarf Evaldas Zabas að borga FIBA meira en 646 þúsund krónur. Litháinn kemur því illa út úr því að hafa höfðað mál gegn Njarðvíkingum. Við upphæðina bætist fimm prósent dráttarvextir frá 11. nóvember 2019 og hvor aðilinn þarf síðan að greiða sinn málskostnað sjálfur. Það má finna allan dóminn með því að smella hér.
Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira