Brenton um dóminn sem féll hjá FIBA: Við Njarðvíkingar lítum á þetta sem sigur hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 11:15 Brenton Birmingham með fyrirliða Njarðvíkur þegar Logi Gunnarsson lék sinn 300. leik fyrir félagið síðasta vetur. Mynd/UMFN Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur slapp við að greiða Litháanum Evaldas Zabas margra mánaða laun frá því á síðasta tímabili eftir að dómstóll FIBA tók málið fyrir. Njarðvíkingar sögðu upp samningi Evaldas Zabas í lok október 2019 en hann lék aðeins þrjá leiki fyrir félagið í Domino´s deildinni. Njarðvík tapaði tveimur af þessum þremur leikjum. Evaldas Zabas var með samning út allt tímabilið. Í þessum þremur leikjum þá var Evaldas Zabas með 12,0 stig og 3,3 stoðsendingar að meðaltali en þriðjungur stiga hans komu af vítalínunni og hann hitti aðeins úr 2 af 20 þriggja stiga skotum sínum. Evaldas Zabas var ósáttur með að fá ekki allan samning sinn greiddan og ákvað á endanum að fara með málið til FIBA. FIBA hefur nú tekið málið fyrir. „Það er eflaust hægt að líta á þetta mál mismundandi. Við lítum samt á þetta sem sigur, umboðsmaðurinn hans sér þetta kannski sem hálfan sigur en Zabas hlýtur að líta á þetta sem tap, sagði Brenton Birmningham við Vísi en hann er varaformaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, sem sá um málið fyrir hönd Njarðvíkur. Njarðvík þarf að greiða umboðsmanni Evaldas Zabas, Tomas Druktenis, öll hans umboðslaun sem voru tvö þúsund evrur eða meira en 320 þúsund krónur íslenskar. Á móti kemur að Evaldas Zabas þurfti að borga allan kostnaðinn af því að fara með málið fyrir FIBA dómstólinn sem er meira en fjögur þúsund evrur eða um 646 þúsund krónur íslenskar. „Okkur tókst ekki að semja um lokagreiðslu við hann. Zabas vildi fá öll sín laun út tímabilið og höfðaði mál gegn okkur hjá FIBA. Við sögðum samningi hans upp í nóvember en hann vildi fá borgað út apríl. Við sluppum því að borga öll launin hans fyrir alla þessa mánuði frá nóvember fram í apríl, sagði Brenton. Í stað þess að fá öll launin fyrir alla mánuði tímabilsins þá þarf Evaldas Zabas að borga FIBA meira en 646 þúsund krónur. Litháinn kemur því illa út úr því að hafa höfðað mál gegn Njarðvíkingum. Við upphæðina bætist fimm prósent dráttarvextir frá 11. nóvember 2019 og hvor aðilinn þarf síðan að greiða sinn málskostnað sjálfur. Það má finna allan dóminn með því að smella hér. Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur slapp við að greiða Litháanum Evaldas Zabas margra mánaða laun frá því á síðasta tímabili eftir að dómstóll FIBA tók málið fyrir. Njarðvíkingar sögðu upp samningi Evaldas Zabas í lok október 2019 en hann lék aðeins þrjá leiki fyrir félagið í Domino´s deildinni. Njarðvík tapaði tveimur af þessum þremur leikjum. Evaldas Zabas var með samning út allt tímabilið. Í þessum þremur leikjum þá var Evaldas Zabas með 12,0 stig og 3,3 stoðsendingar að meðaltali en þriðjungur stiga hans komu af vítalínunni og hann hitti aðeins úr 2 af 20 þriggja stiga skotum sínum. Evaldas Zabas var ósáttur með að fá ekki allan samning sinn greiddan og ákvað á endanum að fara með málið til FIBA. FIBA hefur nú tekið málið fyrir. „Það er eflaust hægt að líta á þetta mál mismundandi. Við lítum samt á þetta sem sigur, umboðsmaðurinn hans sér þetta kannski sem hálfan sigur en Zabas hlýtur að líta á þetta sem tap, sagði Brenton Birmningham við Vísi en hann er varaformaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, sem sá um málið fyrir hönd Njarðvíkur. Njarðvík þarf að greiða umboðsmanni Evaldas Zabas, Tomas Druktenis, öll hans umboðslaun sem voru tvö þúsund evrur eða meira en 320 þúsund krónur íslenskar. Á móti kemur að Evaldas Zabas þurfti að borga allan kostnaðinn af því að fara með málið fyrir FIBA dómstólinn sem er meira en fjögur þúsund evrur eða um 646 þúsund krónur íslenskar. „Okkur tókst ekki að semja um lokagreiðslu við hann. Zabas vildi fá öll sín laun út tímabilið og höfðaði mál gegn okkur hjá FIBA. Við sögðum samningi hans upp í nóvember en hann vildi fá borgað út apríl. Við sluppum því að borga öll launin hans fyrir alla þessa mánuði frá nóvember fram í apríl, sagði Brenton. Í stað þess að fá öll launin fyrir alla mánuði tímabilsins þá þarf Evaldas Zabas að borga FIBA meira en 646 þúsund krónur. Litháinn kemur því illa út úr því að hafa höfðað mál gegn Njarðvíkingum. Við upphæðina bætist fimm prósent dráttarvextir frá 11. nóvember 2019 og hvor aðilinn þarf síðan að greiða sinn málskostnað sjálfur. Það má finna allan dóminn með því að smella hér.
Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira