Sport

Þefaði af heimsins sterkasta salti og reif upp líkams­þyngd Fjallsins sitjandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie Hall sýnir styrk sinn.
Eddie Hall sýnir styrk sinn. mynd/youtube/skjáskot

Eddie Hall er afar sterkur Englendingur sem hefur keppt í aflraunum og varð m.a. sterkasti maður heims árið 2017.

Eftir að hafa orðið sterkasti maður heims árið 2017, þá hætti Eddie að keppa í þeirra keppni og fór að keppa í minni keppnum.

Fyrr á þessu ári var það svo staðfest að Eddie og Hafþór Júlíus Björnsson ætla að boxa í Las Vegas á næsta ári.

Það er ekki mikil vinátta þeirra á milli en Hafþór tók m.a. heimsmetið af Englendingnum í réttstöðulyftu fyrr á þessu ári.

Eddie er ansi sterkur og það má sjá á nýjasta myndbandi hans á YouTube þar sem meira en milljón manns fylgjast með.

Hann þefar þar m.a. af sterkasta salti heims og rífur upp líkamsþyngd Fjallsins, 180 kíló, í sitjandi axlarpressu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.