Sport

Þefaði af heimsins sterkasta salti og reif upp líkams­þyngd Fjallsins sitjandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie Hall sýnir styrk sinn.
Eddie Hall sýnir styrk sinn. mynd/youtube/skjáskot

Eddie Hall er afar sterkur Englendingur sem hefur keppt í aflraunum og varð m.a. sterkasti maður heims árið 2017.

Eftir að hafa orðið sterkasti maður heims árið 2017, þá hætti Eddie að keppa í þeirra keppni og fór að keppa í minni keppnum.

Fyrr á þessu ári var það svo staðfest að Eddie og Hafþór Júlíus Björnsson ætla að boxa í Las Vegas á næsta ári.

Það er ekki mikil vinátta þeirra á milli en Hafþór tók m.a. heimsmetið af Englendingnum í réttstöðulyftu fyrr á þessu ári.

Eddie er ansi sterkur og það má sjá á nýjasta myndbandi hans á YouTube þar sem meira en milljón manns fylgjast með.

Hann þefar þar m.a. af sterkasta salti heims og rífur upp líkamsþyngd Fjallsins, 180 kíló, í sitjandi axlarpressu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×