Tíska og hönnun

Skartgripahönnuður breytir andlitsgrímum í fallega fylgihluti

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Markmiðið segir Saskia hafi verið að gera andlitsgrímur sem minnst sjúkrahúslegar og að hanna þær þannig að þær verði ekki eitthvað sem þú neyðist til að ganga með, heldur meira eins og fallegur fylgihlutur.
Markmiðið segir Saskia hafi verið að gera andlitsgrímur sem minnst sjúkrahúslegar og að hanna þær þannig að þær verði ekki eitthvað sem þú neyðist til að ganga með, heldur meira eins og fallegur fylgihlutur. Facebook/Saskia Diez

Þýski skartgripahönnuðurinn Saskia Diez hefur hlotið mikla ahygli fyrir fallega hönnun og frumlega nálgun á andlitsgrímum. Hún hannar meðal annars skartpripi, úr og ilmvötn undir nafni sínu Saskia Diez og var hún ein af fyrstu hönnuðunum til að bæta andlistgrímum við línu sína í byrjun heimsfaraldurs.

Andlitsgrímur hafa hingað til ekki þótt sérstaklega smekklegar enda tengja flestir þær við sjúkrahús eða einhverskonar iðnað. 

Í viðtali við hönnunartímaritið Deezen segir Saskia hennar markmið hafi verið að reyna að gera andlitsgrímur sem minnst sjúkrahúslegar og að hanna þær þannig að þær verði ekki eitthvað sem þú neyðist til að ganga með, heldur meira eins og fallegur fylgihlutur. 

Grímurnar eru úr léttri bómull og eru þær festar við 50cm langar nælon eða málmkeðjur. Málmkeðjurnar eru annað hvort úr gulli eða silfri og segir Saskia að með þessari viðbót sé hægt að bera grímurnar líkt og hálsmen. 

Fyrir áhugasama er hægt að kaupa grímurnar hérAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.