Sport

Beikon, pönnu­kökur og margt fleira á mat­seðli Fjallsins á keppnis­degi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Beikon, pönnukökur og búst á meðal þess sem Hafþór fær sér í morgunmat.
Beikon, pönnukökur og búst á meðal þess sem Hafþór fær sér í morgunmat. mynd/youtube/skjáskot

Hafþór Júlíus Björnsson vann Sterkasti maður Íslands í tíunda skiptið í röð um helgina er keppnin fór fram á Selfossi.

Hafþór Júlíus var að taka þátt í síðustu kraftlyftingarkeppni í bili og hann endaði hana með stæl.

Hann ætlar nefnilega að fara undirbúa sig af fullum hug fyrir bardagann gegn Eddie Hall en þeir ætla að boxa í Las Vegas á næsta ári.

Það er margt og mikið sem þarf að huga að fyrir kraftlyftingar og það má sjá á nýjasta myndbandi Hafþórs á YouTube.

Fyrsta máltíð dagsins var m.a. nóg af beikoni, pönnukökum og „smoothie“ en fyrra daginn frá Sterkasti manni Íslands með Fjallinu má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.