Sport

Settur í öndunar­vél eftir rosa­legan á­rekstur í Tour de Poland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Slysið á sér stað.
Slysið á sér stað. vísir/getty

Hollenski hjólreiðamaðurinn, Fabio Jakobsen, lenti heldur betur illa í því á fyrsta stigi Tour de Poland en hann klessti harkalega á auglýsingaskilti.

Jakobsen barðist um forystu sætið við Dylan Groenewegen frá Team Jumbo-Visma en endaði á því að rekast utan í skiltið og stórslasa sig.

Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var settur í öndunarvél en hann meiddist bæði á höfði og brjósti. Þetta staðfestu forráðamenn keppninnar.

Þó hefur læknir á sjúkrahúsinu í Sosnowiec staðfest að líða hans er stöðug en hann mun þó þurfa gangast undir aðgerð á andliti og höfuðkúpu.

Atvikið átti sér stað undir lok keppninnar er hann og Groenewegen kepptu um fyrsta sætið en þeir hjóluðu hlið við hlið rétt áður en Jakobsen skall á skiltinu með hörmulegum afleiðingum.

Groenewegen kom fyrstur í mark en var síðar meir dæmdur úr keppni eftir atvikið. Hjólreiðasamtökin hörmuðu hegðun hans í yfirlýsingu sinni eftir keppnina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.