Sport

Dagskráin í dag: Ragnar Sig og Man United í Evrópudeildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í leik með Kaupmannahöfn.
Ragnar Sigurðsson í leik með Kaupmannahöfn. VÍSIR/GETTY

Það er lítið um að vera í íslenskum íþróttum í dag en örvæntið ekki. Evrópudeildin fer aftur af stað með tveimur leikjum. Þá fer úrslitaleikur Vodafone-deildarinnar fram. 

Við endursýnum Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenar Ólafsdóttur sem og við sýnum þrjá leiki úr 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 

Stöð 2 Sport 2

Tveir leikir úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en það verður sannkölluð Evrópuveisla hjá okkur í ágúst.

Ragnar Sigurðsson og félagar í FC Kaupmannahöfn mæta tyrkneska liðinu İstanbul Başakşehir í fyrri leik dagsins. Tyrkirnir eru með 1-0 forystu fyrir leik dagsins. Þá mæta lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United austurríska liðinu LASK Linz. Staðan þar er öllu einfaldari en Man Utd vann fyrri leikinn 5-0.

Evrópudeildin fer fram í fjórum borgum í Þýskalandi; Köln, Düsseldorf, Gelsenkirchen og Duisburg.

Stöð 2 Esport

Bein útsending frá úrslitaleik Stórmeistaramóts Vodefone-deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20:00 en fyrir hann eru viðtöl og hvað eina skemmtilegt.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá það sem er framundan í beinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.