Sport

Myndi frekar vilja rota Fjallið en að verða sterkasti maður í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie svaraði spurningum áhorfenda í bílnum.
Eddie svaraði spurningum áhorfenda í bílnum. mynd/skjáskot

Þegar rúmt eitt ár er þangað til að Eddie Hall og Hafþór Júlíus Björnsson stíga inn í boxhringinn í Las Vegas eru þeir á fullu að undirbúa sig.

Englendingurinn Eddie Hall er ansi vinsæll í heimalandinu sem og víða annars staðar en rúmlega milljón manns fylgja honum á YouTube til að mynda.

Í fyrradag birti hann þar myndband þar sem hann segir frá því hvernig hann er að undirbúa sig undir bardagann gegn Fjallinu.

Þar segir hann m.a. frá því hann sé að undirbúa sig undir bardagann og hann fær einnig mjög krefjandi spurningu.

Hann er spurður hvað hann myndi velja af þeim þremur valkostum; að rota Fjallið, verða sterkasti maður í heimi eða vera fyrstur til þess að lyfta 500 kílóum?

Hafþór Júlíus hefur þó nú þegar lyft 500 kílóum en í baráttu þeirra á milli segist Eddie ekki vilja viðurkenna það, því að það hafi ekki verið gert á opinberu móti.

Eddie segir að þetta sé afar erfitt og tók hann sér góðan tíma í að hugsa málið en sagði að endingu að hann myndi velja að rota Thor fram yfir hitt tvennt.

Myndbandið í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×