Sport

Frestun Ólympíu­leikana já­kvætt fyrir okkar besta sleggju­kastara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hilmar Örn Jónsson á Íslandsmetið í sleggjukasti.
Hilmar Örn Jónsson á Íslandsmetið í sleggjukasti. vísir

Frestun Ólympíuleikana í Tókýó er jákvætt fyrir okkar besta sleggjukastara, Hilmar Örn Jónsson, en hann hafði enn ekki náð lágmarki á leikana.

Hilmar Örn var í viðtali í Sportpakka kvöldsins en þar ræddi Hilmar m.a. um markmiðið að komast á leikana sem var frestað um eitt ár.

„Ég hafði stefnt að því að ná lágmarki í sumar en það gekk ekki alveg eins og ég hafði vonað,“ sagði Hilmar Örn.

„Núna hef ég tækifæri til þess að halda áfram að æfa og vonandi kemur lágmarkið sem fyrst.“

Hilmar hefur lengst kastað 75,26 metra en hann vantar um tvo og hálfan metra til þess að ná lágmarkinu inn á leikana.

„Æfingar hafa gengið það vel að ég leyfi mér að vera mjög bjartsýnn. Vonandi get ég haldið áfram að æfa óáreittur í haust og vor og farið út í æfingabúðir. Þá ætti allt að ganga smurt.“

Síðustu fjögur ár hefur hann dvalið og keppt í Bandaríkjunum en hann var í námi við University of Virginia. Hann útskrifaðist þaðan í desember síðastliðnum.

„Ég hugsa að ég eigi svona tíu ár eftir og þá mögulega tíu ár í að ég toppi svo ég er þolinmóður og held áfram að gera mitt besta á hverju ári. Svo sjáum við hverju það skilar. Vonandi getur maður verið að keppa um medalíur einhverntímann.“

„Það er mjög erfitt að vera alltaf hérna einn heima. Ég var í Bandaríkjunum á síðasta tímabili og fór svo út og keppti á nokkrum mótum. Ég náði að skreppa í einhverjar vikur og náði nokkrum mótum í Finnlandi.“

„Ég fann það strax að ég var óvanur því að fá keppni svo ég hefði viljað halda áfram að komast á mót þar sem er mikil keppni.“

Klippa: Sportpakkinn - Hilmar Örn


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.