Lífið

Rannsaka starfsumhverfið í kringum Ellen DeGeneres

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ellen DeGeneres á Golden Globe verðlaunaafhendingunni í janúar á þessu ári.
Ellen DeGeneres á Golden Globe verðlaunaafhendingunni í janúar á þessu ári. Getty/Daniele Venturelli

Framleiðslufyrirtækið Warner Media hefur ákveðið að hefja rannsókn á starfsumhverfi starfsfólksins í tengslum við spjallþátt Ellen DeGeneres.

Ellen er einn allra vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims og heldur hún út þættinum The Ellen Show alla virka daga.

Ellen á dygga aðdáendur um heim allan. Undanfarið hafa aftur á móti verið að koma fram sögur um starfshætti hennar og karakter.

Fjölmargir fyrrum starfsmenn þáttarins hafa stigið fram og lýst henni sem hræðilegum samstarfsmanni. Hún sé ógnandi, köld og hafa komið fram ásakanir um rasisma af hennar hálfu.

Miðilinn Independent greinir frá því að fyrirtækið ætli sér að rannsaka málið ítarlega og að allir starfsmenn þáttarins hafi fengið tölvupóst í síðustu viku um að rannsókn á málinu sé hafin.

Samkvæmt fyrrum starfsmanni þáttarins, sem er dökkur á hörund, mun Ellen hafa sagt í gríni: „Fyrirgefðu, ég veit aðeins nöfnin á hvítu fólki sem ég vinn með.“

Sjálf hefur Ellen aldrei tjáð sig opinberlega um þessar fjölmörgu ásakanir.

Fyrir um mánuði tjáði Ellen sig um mótmælin í Bandaríkjunum og sagðist þá standa svörtum um heim allan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×