Sport

Dagskráin í dag: Pepsi Max Stúkan, Pepsi Max deild kvenna og ítalski boltinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þór/KA fær Fylki í heimsókn í Pepsi Max deild kvenna í dag.
Þór/KA fær Fylki í heimsókn í Pepsi Max deild kvenna í dag. Vísir/Vilhelm

Það er boðið til veislu á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Pepsi Max Stúkan ásamt beinum útsendingum úr Pepsi Max kvenna, ítalska boltanum sem og golfi.

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport í dag. Þór/KA og Fylkir mætast í beinni útsendingu en fyrir fram er reiknað með sigri Fylkis sem sitja í 3. sæti Pepsi Max deildar kvenna.

Um kvöldið er svo Pepsi Max Stúkan með Gumma Ben en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í 8. umferð Pepsi Max deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Stórleikur Atalanta og AC Milan er á dagskrá en Atalanta á enn möguleika á að ná Juventus á toppi deildarinnar. AC Milan er í baráttu um Evrópusæti og mun eflaust gefa stórskemmtilegu Atalanta-liði hörku leik.

Stöð 2 E-Sport

Við sýnum þáttinn Talað um tölvuleiki. Ólafur Hrafn Steinarsson ræðir við góða gesti um uppáhaldstölvuleiki sína, auk þess sem að þeir spila saman tölvuleiki í síðari hluta þáttarins.

Stöð 2 Golf

Tvær beinar útsendingar eru á dagskrá í golfinu í dag. Við sýnum beint frá Evrópumótaröðinni sem og PGA-mótaröðinni.

Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport.

Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×