Hafþór Júlíus Björnsson vill prófa það að glíma við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson og Gunnar Nelson. Samsett/Skjámynd og Getty Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira