Erlent

Fleiri ný smit í Flórída en í New York þegar verst lét

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gestir á leið í skemmtigarðinn Walt Disney World í Orlando í Flórída, sem opnaður var á ný í gær.
Gestir á leið í skemmtigarðinn Walt Disney World í Orlando í Flórída, sem opnaður var á ný í gær. Vísir/getty

Faraldur kórónuveiru hefur tekið sig upp að nýju af fullum þunga í Flórída en þar greindust 15.299 með veiruna síðasta sólarhringinn og 45 létust. Flórída sló þar með met Kaliforníu en fleiri tilfelli hafa ekki greinst á einum sólarhring í nokkru ríki Bandaríkjanna 

Blómlegur ferðamannaiðnaður og hár meðalaldur íbúa gerir Flórídaríki berskjaldað fyrir útbreiðslu veirunnar. Í frétt BBC segir að yfir 40 sjúkrahús í Flórída séu yfirfull af covid-sjúklingum og geti ekki tekið við fleirum.

Aldrei greindust nærri því jafnmargir með veiruna á einum sólarhring í New York þegar ástandið var hvað verst þar í apríl og síðasta sólarhringinn í Flórída. Þá hefur slíkur fjöldi ekki greinst með veiruna á einum degi í neinu Evrópuríki hingað til. Væri Flórída sjálfstætt ríki væri það nú í fjórða sæti á heimsvísu yfir flest smit síðasta sólarhringinn.

Yfirvöld í Flórída tóku að slaka á veirutakmörkunum í ríkinu strax í maí. Nú síðast í gær opnaði skemmtigarðurinn Walt Disney World í Orlando á ný eftir að hafa verið lokað vegna faraldursins í vor.


Tengdar fréttir

Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×