Íslenski boltinn

Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum í 8-liða úrslitum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Búið er að draga í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Íslandsmeistarar Vals heimsækja bikarmeistara Selfoss heim.

Af þeim átta liðum sem voru í pottinum voru tvö lið sem leika í Lengjudeildinni á meðan hin sex leika í Pepsi Max deildinni. 

ÍA og Haukar leika í Lengjudeildinni en þau fá verðugt verkefni í 8-liða úrslitum. Haukar heimsækja Þór/KA til Akureyrar. Gríðarsterkt lið Breiðabliks mætir svo ÍA upp á Skaga.

FH fær KR í heimsókn  en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar framan af sumri. Svo heimsækja Íslandsmeistarar Vals bikarmeistara Selfoss heim.

Valur fer á Selfoss í 8-liða úrslitum.Vísir/Vilhelm

8-liða úrslit Mjólkurbikarsins

Þór/KA - Haukar

FH - KR

ÍA - Breiðablik

Selfoss - Valur

Leikirnir í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fara fram 11. og 12. ágúst næstkomandi. Úrslitaleikurinn verður svo á Laugardalsvelli laugardaginn 31. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.