Sport

Svona undir­býr Eddi­e Hall sig fyrir bar­dagann gegn Fjallinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie Hall fer yfir æfinguna sína í myndbandinu.
Eddie Hall fer yfir æfinguna sína í myndbandinu. mynd/skjáskot

Kraftajötnarnir, Eddie Hall og Hafþór Júlíus Björnsson, ætla að berjast í boxbardaga í Las Vegas í september á næsta ári og eru þeir að undirbúa sig af miklum krafti.

Eddie Hall sýndi fylgjendum sínum frá því í vikunni hvernig hann er að æfa en rúmlega milljónir fylgja Englendingnum á YouTube.

Hann sýndi aðdáendum sínum frá því hvernig hann æfir á hvíldardegi eða á svokölluðum „cardio“ degi en Hall hefur skafað af sér kílóin eftir að boxbardaginn var staðfestur.

„Hvernig ég er að koma mér í form fyrir bardagann gegn Thor,“ heitir myndbandið sem Englendingurinn setti inn á YouTube-síðu sína.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.