Erlent

Ferðalangar frá Íslandi til Englands þurfa ekki að fara í sóttkví

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Gatwick-flugvelli í London, Englandi.
Frá Gatwick-flugvelli í London, Englandi. Chris J Ratcliffe/Getty

Ísland er meðal þeirra landa sem ferðast má frá til Englands, án þess að þurfa að sæta 14 daga sóttkví, frá og með 10. júlí. Þetta tilkynntu bresk stjórnvöld í dag.

Samkvæmt reglum sem komið hefur verið á til þess að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum, þurfa allir ferðalangar sem koma erlendis frá til Englands að sæta fjórtán daga sóttkví.

Frá 10. júlí verður þó breyting á þessu og þeir ferðalangar sem ferðast frá ákveðnum ríkjum þurfa ekki að sæta sóttkví, að því gefnu að þeir hafi aðeins haldið til í þeim löndum sem er að finna á lista yfir „örugg lönd,“ með tilliti til kórónuveirunnar.

Eins og áður sagði er Ísland á téðum lista, en þar er að finna fjölda annarra ríkja. Belgía, Þýskaland, Grikkland, Noregur og Frakkland eru þeirra á meðal. Hins vegar munu farþegar frá Svíþjóð og Bandaríkjunum, auk fjölda annarra ríkja, áfram þurfa að sæta sóttkví við komuna til Englands.

Hér má nálgast lista yfir öll þau ríki sem ferðast má frá til Englands, án þess að sóttkvíar sé krafist, að því gefnu að viðkomandi ferðalangur hafi ekki dvalið í „óöruggu ríki“ 14 dögum fyrir komu til landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×